Færsluflokkur: Bloggar

Of mikið að gera

Ég þarf eiginlega að vera á 3 stöðum í einu í kvöld. Lovísa er bleik heima þannig að hún myndi örugglega ekki verða fúl yfir því að hafa mig heimavið með sér. Ég er hinsvegar að fara á tónleika með John Fogherty eftir að ég er búinn að fá mér kvöldmat og horfa á fyrri hálfleik í úrslitaleiknum í meistaradeildinni heima hjá foreldrum mínum í kópavoginum.

Uppitími - 0

Stuttu eftir að ég flutti inn í Laufrimann kom ég tölvu fyrir uppi á háalofti sem ég nota sem vefþjón. Síðan ég kveikti á henni fyrir tæplega 500 dögum hef ég ekki þurft að fara upp til að gera neitt við hana, hún hefur bara gert það sem hún á að gera án vandræða. Núna áðan fór rafmagnið af heima og uppitíminn á þessari tölvu sem ég er búinn að vera að safna í næstumþví 500 daga er kominn niður í 0 aftur. Núna verð ég eiginlega að fá mér UPS fljótlega til að koma í veg fyrir að þetta komi fyrir aftur og þá ætla ég mér að koma tölvunni í allavega 1000 daga.

Skoðun

Ég fór með bílinn í skoðun um daginn. Þar rúllaði hann í gegn athugasemdalaust sem kom mér mjög á óvart. Það eru búnir að vera leiðinda smellir sem koma frá hægra framdekki og ég ætlaði að nýta mér það að fá skoðunarkallana til að benda mér á það hvað ég þyrfti að skipta um til að laga þetta, í staðinn fyrir að þurfa að fara í Heklu og borga þeim morðfjár til að fá þá til að laga þetta fyrir mig. Frumherji fann hinsvegar ekkert að, gaf mér 09 miða, og þarmeð er ég væntanlega fyrsti viðskiptavinur í sögu þess fyrirtækis sem er ósáttur við að fá skoðun án athugasemda á bílinn.

Helgin

Frekar "róleg" helgi afstaðin...

Loka undirbúningurinn fyrir prófið á föstudag fór fram í Borgarleikhúsinu á Jesus Christ Superstar. Fínustu tónleikar sem ég er viss um að hjálpuðu helling til þess að ég náði prófinu á föstudeginum (eins og ég var búinn að lofa).

BarSafaríið var mjög fínt, byrjuðum á Ásláki í mosó, fórum svo á sportbar í grafarholti þar sem við trufluðum pókermót, fórum þaðan í árbæinn á Blástein þar sem eigandinn tók myndir af okkur á gamla filmuvél. Á Bar8 í breiðholti (á móti FB) spjallaði ég við Litháa sem var þar þegar við komum. Fínasti gaur, skildi bara ekki orð af því sem hann sagði. Næsta stopp var á Catalina í hamraborg og ég hringdi svo í Lovísu rétt eftir miðnætti frá Tælenskum karókíbar á hlemmi þar sem hún kom og sótti mig. Er búinn að heyra sögur í morgun af innkaupakerrurallýi og hattasölu sem ég missti víst af.

Á laugardaginn versluðum við síðustu 2 stóru hlutina sem okkur vantaði til að klára undirbúning fyrir komu erfingjans. Keyptum rimlarúm í BabySam og skiptiborð í Ólafíu og Óliver sem ég dundaði mér við að púsla saman í gærkvöldi. Þórdís og Al buðu okkur í mat á laugardagskvöldinu, notaði tækifærið og fékk Garmínuna mína til að leiðbeina mér þangað með nýja íslandskortinu sem tengdapabbi var svo góður að gefa mér.

Sunnudagurinn fór svo í tiltekt í geymslunni og smá golfkylfupúss áður en við fórum í kaffiboð til Siggu Lóu þar sem við frændsystkinin komum saman til að kasta kveðju á Kristófer sem ætlar að stinga af til Akureyris á miðvikudag.


Tími

Rosalegur munur er það að hafa loksins tíma til að huxa um eitthvað annað en vinnuna 24/7.  Spurning hvort ég eigi ekki bara eftir að hafa smá tíma til að blogga af og til.

Fyrsta vikan í nýrri vinnu var fín. Fór að mestu í að kynnast nýjum vinnufélögum og að læra eitthvað nýtt, sem er reyndar örugglega það sama og ég á eftir að gera næstu nokkrar vikur líka. Næsta föstudag fer ég í próf úr bæklingnum sem ég las um daginn (1005 bls) og held svo uppá það að hafa náð því um kvöldið með því að fara á pöbbarölt, svokallað BarSafarí eins og Tryggvi kallar það.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband