11.3.2008 | 21:30
Tími
Rosalegur munur er það að hafa loksins tíma til að huxa um eitthvað annað en vinnuna 24/7. Spurning hvort ég eigi ekki bara eftir að hafa smá tíma til að blogga af og til.
Fyrsta vikan í nýrri vinnu var fín. Fór að mestu í að kynnast nýjum vinnufélögum og að læra eitthvað nýtt, sem er reyndar örugglega það sama og ég á eftir að gera næstu nokkrar vikur líka. Næsta föstudag fer ég í próf úr bæklingnum sem ég las um daginn (1005 bls) og held svo uppá það að hafa náð því um kvöldið með því að fara á pöbbarölt, svokallað BarSafarí eins og Tryggvi kallar það.
Athugasemdir
Iss - þú rúllar þessum spurningabæklingi upp, ekki spurning ;)
Lovísa (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.