Helgin

Frekar "róleg" helgi afstaðin...

Loka undirbúningurinn fyrir prófið á föstudag fór fram í Borgarleikhúsinu á Jesus Christ Superstar. Fínustu tónleikar sem ég er viss um að hjálpuðu helling til þess að ég náði prófinu á föstudeginum (eins og ég var búinn að lofa).

BarSafaríið var mjög fínt, byrjuðum á Ásláki í mosó, fórum svo á sportbar í grafarholti þar sem við trufluðum pókermót, fórum þaðan í árbæinn á Blástein þar sem eigandinn tók myndir af okkur á gamla filmuvél. Á Bar8 í breiðholti (á móti FB) spjallaði ég við Litháa sem var þar þegar við komum. Fínasti gaur, skildi bara ekki orð af því sem hann sagði. Næsta stopp var á Catalina í hamraborg og ég hringdi svo í Lovísu rétt eftir miðnætti frá Tælenskum karókíbar á hlemmi þar sem hún kom og sótti mig. Er búinn að heyra sögur í morgun af innkaupakerrurallýi og hattasölu sem ég missti víst af.

Á laugardaginn versluðum við síðustu 2 stóru hlutina sem okkur vantaði til að klára undirbúning fyrir komu erfingjans. Keyptum rimlarúm í BabySam og skiptiborð í Ólafíu og Óliver sem ég dundaði mér við að púsla saman í gærkvöldi. Þórdís og Al buðu okkur í mat á laugardagskvöldinu, notaði tækifærið og fékk Garmínuna mína til að leiðbeina mér þangað með nýja íslandskortinu sem tengdapabbi var svo góður að gefa mér.

Sunnudagurinn fór svo í tiltekt í geymslunni og smá golfkylfupúss áður en við fórum í kaffiboð til Siggu Lóu þar sem við frændsystkinin komum saman til að kasta kveðju á Kristófer sem ætlar að stinga af til Akureyris á miðvikudag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er enn að jafna mig á hláturskastinu sem ég fékk þegar ég komst að því að þið voruð á Tælenskum Karókíbar

Systir Keikós (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 14:02

2 identicon

Flott að fleiri séu farnir að blogga:) Gaman að lesa hvað fólk er að gera af sér.

Ella (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband